banner
   lau 02. janúar 2021 17:18
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Fekir klúðraði gegn Sevilla
Mynd: Getty Images
Gerard Moreno skoraði seinna mark Villarreal.
Gerard Moreno skoraði seinna mark Villarreal.
Mynd: Getty Images
Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í spænsku deildinni. Þar áttust Real Betis og Sevilla við í hörðum nágrannaslag.

Betis var með yfirhöndina í fyrri hálfleik en staðan var þó markalaus í leikhlé og kom Suso gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks.

Skömmu síðar jafnaði Sergio Canales úr vítaspyrnu og á 75. mínútu fengu heimamenn annað víti. Í þetta sinn steig Nabil Fekir á punktinn en brenndi af.

Lokatölur urðu því 1-1 og Sevilla heppnir að sleppa með stig. Sevilla er í fimmta sæti með 27 stig, sjö stigum fyrir ofan Betis og með tvo leiki til góða.

Real Betis 1 - 1 Sevilla
0-1 Suso ('48 )
1-1 Sergio Canales ('53 , víti)
1-1 Nabil Fekir ('75 , Misnotað víti)

Villarreal tók þá á móti Levante og leiddi 1-0 í hálfleik þökk sé marki Fer Nino snemma leiks. Fyrri hálfleikurinn var jafn en heimamenn skiptu um gír eftir leikhlé og tvöfölduðu forystuna.

Villarreal voru óheppnir að bæta ekki þriðja markinu við og minnkaði Sergio Leon muninn fyrir Levante.

Sigur Villarreal virtist þó ekki í hættu og náði liðið í mikilvæg stig. Villarreal er í fjórða sæti með 29 stig, Levante er um miðja deild.

Villarreal 2 - 1 Levante
1-0 Fer Nino ('19 )
2-0 Gerard Moreno ('54 )
2-1 Sergio Leon ('73 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 29 22 6 1 64 20 +44 72
2 Barcelona 29 19 7 3 60 34 +26 64
3 Girona 29 19 5 5 59 34 +25 62
4 Athletic 29 16 8 5 50 26 +24 56
5 Atletico Madrid 29 17 4 8 54 34 +20 55
6 Real Sociedad 29 12 10 7 42 31 +11 46
7 Betis 29 10 12 7 34 33 +1 42
8 Valencia 28 11 7 10 32 32 0 40
9 Getafe 29 9 11 9 37 42 -5 38
10 Villarreal 29 10 8 11 47 51 -4 38
11 Las Palmas 29 10 7 12 29 32 -3 37
12 Osasuna 29 10 6 13 33 43 -10 36
13 Alaves 29 8 8 13 26 35 -9 32
14 Mallorca 29 6 12 11 25 35 -10 30
15 Vallecano 29 6 11 12 25 38 -13 29
16 Sevilla 29 6 10 13 36 44 -8 28
17 Celta 29 6 9 14 32 44 -12 27
18 Cadiz 29 3 13 13 20 40 -20 22
19 Granada CF 28 2 8 18 30 58 -28 14
20 Almeria 29 1 10 18 28 57 -29 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner