Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 02. janúar 2021 22:03
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Lucas og Asensio skutu Real á toppinn
Mynd: Getty Images
Real Madrid tók á móti Celta Vigo í síðasta leik kvöldsins í spænska boltanum og tók forystuna snemma leiks þegar Lucaz Vazquez skoraði eftir stoðsendingu frá Marco Asensio.

Leikurinn var ansi bragðdaufur þar sem jafnræði ríkti með liðunum og lítið var um færi.

Lucas Vazquez endurlaunaði Asensio greiðann í upphafi síðari hálfleiks og staðan orðin 2-0.

Real sá leikinn út án of mikilla vandræða og er á toppi spænsku deildarinnar, með 36 stig eftir 17 umferðir. Atletico Madrid er einu stigi á eftir en með þrjá leiki til góða.

Real Madrid 2 - 0 Celta Vigo
1-0 Lucas Vazquez ('6)
2-0 Marco Asensio ('53)

Fyrr í kvöld átti Getafe heimaleik við Real Valladolid og skoraði Shon Weissman, fremsti maður Valladolid, eina mark fyrri hálfleiksins á 37. mínútu.

Leikurinn var nokkuð jafn og tíðindalítill og gerðu gestirnir vel að halda forystunni út leikinn.

Valladolid vann því 0-1 og eru liðin í svipaðri stöðu í neðri hluta deildarinnar, nokkrum stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Getafe 0 - 1 Real Valladolid
0-1 Shon Weissman ('37)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner