Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 02. janúar 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stefán Teitur og Jacklyn best í vali ÍATV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson var valinn leikmaður ársins hjá karlaliði ÍA í knattspyrnu þegar ÍATV kynnti val sérfræðinga sinna á knattspyrnufólki ársins hjá ÍA og Kára árið 2020.

Hinn efnilegi Stefán Teitur skoraði 9 mörk í 19 leikjum í Pepsi Max-deildinni og Mjólkurbikarnum í ár og gekk í raðir Silkeborg í haust. Silkeborg leikur í B-deild danska boltans og er þar í þriðja sæti, sjö stigum eftir toppliðunum.

Leikmaður ársins í kvennaliði ÍA er Jacklyn Poucel, sem gekk til liðs við Skagakonur í annað sinn á ferlinum í upphafi árs. Hún skoraði 7 mörk í 16 leikjum í sumar, er ÍA nældi aðeins í 15 stig úr 17 leikjum í Lengjudeildinni.

Dino Hodzic var valinn leikmaður ársins hjá Kára sem endaði um miðja 2. deild. Dino lék 22 leiki í deild og bikar.
Athugasemdir
banner
banner