Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 02. janúar 2021 21:25
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Leipzig á toppinn - Hertha setti þrjú gegn Schalke
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
RB Leipzig er komið á topp þýsku deildarinnar, einu stigi fyrir ofan FC Bayern sem á leik til góða gegn Mainz á morgun.

Leipzig heimsótti Stuttgart í dag og fékk vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Emil Forsberg brást bogalistin á punktinum.

Leipzig var með stjórn á leiknum en átti erfitt með að koma knettinum í netið. Dani Olmo tókst þó að skora á 67. mínútu og reyndist það verðskuldað sigurmark.

Stuttgart er um miðja deild með 18 stig eftir 14 umferðir.

Hertha Berlin lagði þá botnlið Schalke að velli með þremur mörkum gegn engu. Matteo Guendouzi, Jhon Cordoba og Krzysztof Piatek sáu um markaskorunina í þægilegum sigri.

Hertha er með 16 stig eftir 14 umferðir, Schalke er aðeins með fjögur stig.

Stuttgart 0 - 1 RB Leipzig
0-0 Emil Forsberg ('22 , Misnotað víti)
0-1 Dani Olmo ('67 )

Hertha Berlin 3 - 0 Schalke 04
1-0 Matteo Guendouzi ('36 )
2-0 Jhon Cordoba ('52 )
3-0 Krzysztof Piatek ('80 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 30 25 5 0 75 20 +55 80
2 Bayern 30 21 3 6 87 37 +50 66
3 Stuttgart 30 20 3 7 68 36 +32 63
4 RB Leipzig 30 18 5 7 69 34 +35 59
5 Dortmund 30 16 9 5 58 35 +23 57
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Freiburg 30 11 7 12 42 53 -11 40
8 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
9 Hoffenheim 30 11 6 13 53 60 -7 39
10 Heidenheim 30 8 10 12 43 52 -9 34
11 Werder 30 9 7 14 38 50 -12 34
12 Gladbach 30 7 10 13 53 60 -7 31
13 Wolfsburg 30 8 7 15 35 50 -15 31
14 Union Berlin 30 8 5 17 26 50 -24 29
15 Mainz 30 5 12 13 31 48 -17 27
16 Bochum 30 5 12 13 34 60 -26 27
17 Köln 30 4 10 16 23 53 -30 22
18 Darmstadt 30 3 8 19 30 72 -42 17
Athugasemdir
banner
banner