Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 02. janúar 2021 16:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýskaland: Union í 4. sætið - Leverkusen missti af toppsætinu
Iago fagnar marki Augsburg
Iago fagnar marki Augsburg
Mynd: Getty Images
Fimm leikir voru að klárast rétt í þessu í þýsku Bundesliga.

Bayer Leverkusen gat komist í toppsætið með sigri á Eintracht Frankfurt. Gestirnir frá Leverkusen komust yfir en heimamenn í Frankfurt svöruðu með tveimur mörkum og unnu sigur.

Augsburg vann gegn Köln, Iago með eina markið. Alfreð Finnbogason var ekki í leikmannahópi Augsburg vegna vöðvameiðsla.

Freiburg vann 1-3 útisigur á Hoffenheim og Gladbach vann 0-1 útisigur á Bielefeld. Þá vann Union 0-2 útisgur á Werder í Bremen og komst þannig í Meistaradeildarsæti.

Í þýsku B-deildinni vann Bochum 2-1 heimasigur á Darmstadt.

Hoffenheim 1 - 3 Freiburg
0-1 Baptiste Santamaria ('7 )
0-2 Vincenzo Grifo ('34 , víti)
1-2 Kasim Nuhu ('42 , sjálfsmark)
2-2 Ihlas Bebou ('58 )

Eintracht Frankfurt 2 - 1 Bayer
0-1 Nadiem Amiri ('10 )
1-1 Amin Younes ('22 )
1-2 Edmond Tapsoba ('54 , sjálfsmark)

Koln 0 - 1 Augsburg
0-1 Iago ('77 )

Werder 0 - 2 Union Berlin
0-1 Sheraldo Becker ('12 )
0-2 Taiwo Awoniyi ('28 )

Arminia Bielefeld 0 - 1 Borussia M.
0-1 Breel Embolo ('58 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner