Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 02. janúar 2021 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vanda Sigurgeirsdóttir sæmd fálkaorðunni
Mynd: KSÍ
Vanda Sigurgeirsdóttir er ein af fjórtán Íslendingum sem voru sæmdir fálkaorðunni af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, um áramótin.

Vanda er lektor og hlýtur hún fálkaorðuna fyrir framlag sitt til kvennaknattspyrnu og baráttu gegn einelti.

Vanda lék fyrir ÍA og Breiðablik áður en hún hélt út í atvinnumennsku. Hún lék fyrir íslenska landsliðið og tók síðar við því sem þjálfari eftir tvö ár hjá Breiðabliki.

Árið 2001 varð Vanda fyrst íslenskra kvenna til að taka við karlaliði í fótbolta þegar hún var ráðinn við stjórnvölinn hjá Neista frá Hofsósi.
Athugasemdir
banner
banner
banner