Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 02. janúar 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Varafyrirliði norska landsliðsins á spítala útaf flugeldi
Mynd: Getty Images
Norski landsliðsmaðurinn Omar Elabdellaoui verður frá vegna meiðsla næstu vikurnar hið minnsta eftir að hafa lent illa í flugeldi.

Elabdellaoui, sem er varafyrirliði norska landsliðsins, leikur fyrir Galatasaray í Tyrklandi.

Hann brann í framan og skaddaði augu eftir óheppilegt slys heima með fjölskyldunni samkvæmt upplýsingum frá Galatasaray.

Tyrkneskir fjölmiðlar segja að flugeldurinn hafi sprungið í höndum Elabdellaoui. Óljóst er hvort og hvenær hann muni ná fullum bata.

Elabdellaoui er 29 ára gamall og gekk í raðir Man City aðeins 17 ára gamall en spilaði aldrei fyrir aðalliðið. Hann lék 170 leiki fyrir Olympiakos áður en hann skipti yfir til Galatasaray.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner