Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 02. febrúar 2020 16:57
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Berglind skoraði í Mílanóslagnum
Berglind Björg er að gera það gott á Ítalíu.
Berglind Björg er að gera það gott á Ítalíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
AC Milan 2-1 Inter
0-1 Eva Bartonova ('51)
1-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('69)
2-1 Valentina Giacinti ('78)

Það var Mílanóslagur á dagskránni í ítalska kvenna boltanum í dag, AC Milan tók þá á móti Inter.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikur með AC Milan.

Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn en Inter komst yfir með marki Eva Bartonova á 51. mínútu.

Næst var röðin komin að íslensku landsliðskonunni en Berglind jafnaði metin á 69. mínútu. Valentina Giacinti skoraði svo annað mark AC Milan á 78. mínútu og tryggði þar með frábæran sigur í grannaslagnum.

Markið sem Berglind skoraði í dag var það fjórða sem hún skorar fyrir AC Milan í fjórum leikjum.

AC Milan er í 3. sæti deildarinnar með 32 stig, sex stigum á eftir toppliði Juventus.


Athugasemdir
banner
banner
banner