sun 02. febrúar 2020 13:18
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Byrjunarlið Burnley og Arsenal: Aubameyang byrjar
Mynd: Getty Images
Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni hefst klukkan 14:00, þar mætast Burnley og Arsenal á Turf Moor.

Sean Dyche knattspyrnustjóri Burnley stillir upp sama byrjunarliði og í 0-2 sigrinum á Old Trafford. Eina breytingin er á bekknum en þar kemur Phil Bardsley inn fyrir Mace Goodridge.

Hjá Arsenal snýr Pierre-Emerick Aubameyang aftur í liðið en hann tók út leikbann í 2-2 jafnteflinu gegn Chelsea.

Arsenal er í 12. sæti með 30 stig og getur með sigri farið upp í 9. sæti deildarinnar, Burnley er einnig með 30 stig en í 14. sæti með lakari markatölu.

Jóhann Berg Guðmundsson leikur ekki með Burnley í dag vegna meiðsla.

Hér að neðan má sjá byrjunarliðin.

Byrjunarlið Burnley: Pope, Lowton, Tarkowski, Mee, Taylor, Hendrick, Westwood, Cork, McNeil, Wood, Rodriguez.

Varamenn: Hart, Brady, Pieters, Lennon, Bardsley, Vydra, Long.

Byrjunarlið Arsenal: Leno, Bellerin, Mustafi, Luiz, Saka, Guendouzi, Xhaka, Ozil, Martinelli, Aubameyang, Lacazette.

Varamenn: Martinez, Sokratis, Ceballos, Torreira, Pepe, Willock, Nketiah.
Athugasemdir
banner
banner
banner