Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 02. febrúar 2020 15:45
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Byrjunarlið Tottenham og Man City: Bergwijn byrjar í sínum fyrsta leik
Bergwijn byrjar sinn fyrsta leik hjá Tottenham.
Bergwijn byrjar sinn fyrsta leik hjá Tottenham.
Mynd: Tottenham
Það er stórleikur á dagskránni í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Tottenham tekur á móti Manchester City klukkan 16:30.

Jose Mourinho gerir þrjár breytingar á byrjunarliði Tottenham frá sigrinum á Norwich. Bergwijn kom til Tottenham á dögunum frá PSV og hann fer beint inn í byrjunarliðið, þeir Japhet Tanganga og Davinson Sanchez koma einnig inn í liðið.

Pep Guardiola gerir tvær breytingar á byrjunarliði Manchester City frá sigrinum á Sheffield United. Þeir Sergio Aguero og Ilkay Gundogan koma inn í liðið.

Tottenham er í 8. sæti með 34 stig og getur með sigri farið í 5. sæti deildarinnar. Manchester City er í 2. sæti, 22 stigum á eftir toppliði Liverpool.

Tottenham: Lloris, Aurier, Alderweireld, Sanchez, Tanganga, Lo Celso, Winks, Bergwijn, Alli, Son, Moura.

Varamenn: Gazzaniga, Vertonghen, Sessegnon, Ndombele, Fernandes, Dier, Lamela.

Man City: Ederson, Walker, Otamendi, Fernandinho, Zinchenko, Rodri, Gundogan, De Bruyne, Mahrez, Aguero, Sterling.

Varamenn: Bravo, Cancelo, Garcia, Foden, David Silva, Bernardo Silva, Jesus.
Athugasemdir
banner
banner
banner