Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 02. febrúar 2020 14:53
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Conte: Guardiola og Klopp unnu ekki deildina á sínu fyrsta tímabili
Það gekk á ýmsu þegar Conte var við stjórnvölin hjá Chelsea.
Það gekk á ýmsu þegar Conte var við stjórnvölin hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte er að gera það gott með Inter í ítölsku úrvalsdeildinni, Conte rifjaði upp tíma sinn í ensku úrvalsdeildinni í viðtali á dögunum.

Conte stýrði Chelsea til sigurs í ensku úrvalsdeildinni á sínu fyrsta tímabili á Englandi, annað árið hans var hins vegar ekki jafn gott og Chelsea endaði tímabilið í 5. sæti ásamt því að vinna enska bikarinn.

Conte var rekinn frá Chelsea eftir tímabilið 2017/18 en hann minnir þó á að honum tókst að gera eitthvað sem stjórum eins og Jurgen Klopp og Pep Guardiola tókst ekki að gera, að vinna deildina á sínu fyrsta tímabili.

„Hjá Chelsea vann ég deildina á mínu fyrsta tímabili hjá félaginu og svo vann ég enska bikarinn á öðru ári mínu," sagði Conte.

„Klopp hefur ekki unnið neitt enn á Englandi eftir fjögur ár og Guardiola vann ekki neitt á sínu fyrsta tímabili," sagði Conte að lokum.

Það er mikilvægur leikur í toppbaráttunni hjá Conte og lærisveinum hans í Inter í kvöld þegar þeir mæta Udinese, með sigri minnka þeir forskot Juventus á toppnum í þrjú stig.


Athugasemdir
banner
banner