Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 02. febrúar 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fékk tvö rauð spjöld í sama leiknum
Cristobal Marquez.
Cristobal Marquez.
Mynd: Getty Images
Myndbandsdómaratæknin VAR hefur vakið mikla athygli á Englandi á tímabilinu - að mestu hefur það ekki verið jákvæð athygli. VAR er líka notað í öðrum deildum, þar á meðal í spænsku B-deildinni.

Í dag gerðust hreint út sagt ótrúlegir hlutir þegar Fuenlabrada og Girona mættust í B-deildinni á Spáni.

Cristobal Marquez, leikmaður Fuenlabrada, fékk beint rautt spjald fyrir að fara hátt með fótinn og í andstæðing. Marquez gekk af velli og fór í átt að göngunum.

Hingað til eðlilegt, ekki satt?

Dómarinn fór hins vegar og skoðaði atvikið á VAR-skjá við hliðarlínuna. Eftir að hafa skoðað atvikið í nokkrum sjónarhornum þá ákvað hann að taka rauða spjaldið til baka. Kallað var í Marquez úr búningsklefanum og fékk hann gult spjald, frekar en rautt.

Þá gerðist það furðulega.

Áður en leikurinn var flautaður aftur á þá lenti Marquez í rifrildi við Alex Granell, leikmann Girona. Báðir leikmenn voru spjaldaðir og fékk Marquez því sitt annað gula spjald og þar með rautt. Hann var sendur strax aftur inn í búningsklefa.

Fuenlabrada tapaði leiknum 1-0 og skoraði Cristhian Stuani, fyrrum sóknarmaður Middlesbrough, eina mark leiksins.
Athugasemdir
banner