Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 02. febrúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjölnir semur við fjóra unga leikmenn
Drengirnir með Gunnari Má Guðmundssyni, aðstoðarþjálfara meistaraflokks.
Drengirnir með Gunnari Má Guðmundssyni, aðstoðarþjálfara meistaraflokks.
Mynd: Fjölnir
Fjölnir hefur gengið frá samningum við fjóra unga og efnilega leikmenn.

„Það er okkur sönn ánægja að tilkynna í dag gekk knattspyrnudeildin frá þriggja ára samningi við fjóra unga og efnilega leikmenn hjá Fjölni," segir í tilkynningu frá Grafarvogsfélaginu.

Þetta eru þeir Halldór Snær Georgsson (f. 2004), Daníel Smári Sigurðsson (f. 2003), Dagur Ingi Axelsson (f. 2002) og Guðmundur Búason (f. 2004).

Enginn þeirra hefur spilað keppnisleik í meistaraflokki, það er að segja annað hvort í bikarkeppni eða í Íslandsmóti.

„Við óskum þeim öllum til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni," segir einnig í tilkynningu Fjölnis.
Athugasemdir
banner
banner
banner