Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 02. febrúar 2020 11:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Guardiola: Verð dæmdur út frá árangri í Meistaradeildinni
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola segir að tími hans hjá Manchester City myndi teljast misheppnaður ef hann nær ekki að stýra liðinu til sigurs í Meistaradeild Evrópu.

City hefur dottið úr leik í 8-liða úrslitum keppninnar á síðustu þremur tímabilum, fyrst gegn Mónakó, næst Liverpool og nú síðast var liðið slegið út af Tottenham.

„Síðasta tímabil var einstakt hjá okkur en fólk minnir okkur á að við unnum ekki Meistaradeildina. Þegar tími minn verður á enda hér og árangurinn tekinn saman verð ég dæmdur út frá árangri í Meistaradeildinni."

„Tími minn hér verður talinn misheppnaður ef við vinnum ekki Meistaradeildina, ég veit það," sagði Guardiola.

Það er stórt verkefni framundan hjá Guardiola og félögum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þetta árið en þeir mæta þar Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner