Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 02. febrúar 2020 21:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Lukaku sá um Udinese
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku, fyrrum sóknarmaður Manchester United, skoraði bæði mörk Inter þegar liðið vann sigur á Udinese á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni.

Það tók tíma fyrir Inter að brjóta ísinn, en það tókst á 64. mínútu þegar Lukaku skoraði eftir sendingu frá Nicolo Barella. Stuttu síðar fékk Inter vítaspyrnu. Lukaku fór á punktinn og skoraði sitt annað mark.

Lukaku er búinn að skora 16 mörk í 22 deildarleikjum í ítölsku úrvalsdeildinni. Hann var keyptur til Inter frá Man Utd síðasta sumar.

Inter er eftir þennan 2-0 sigur í öðru sæti ítölsku deildarinnar, þremur stigum frá toppliði Juventus.

Þá halda ófarir Torino áfram. Liðið tapaði í kvöld 4-0 gegn nýliðum Lecce. Torino hefur núna tapað fjórum leikjum í röð í deild og bikar.

Torino er í 12. sæti deildarinnar og er Lecce í 17. sæti, þremur stigum frá fallsæti.

Lecce 4 - 0 Torino
1-0 Alessandro Deiola ('11 )
2-0 Antonin Barak ('19 )
3-0 Filippo Falco ('64 )
4-0 Gianluca Lapadula ('78 , víti)

Udinese 0 - 2 Inter
0-1 Romelu Lukaku ('64 )
0-2 Romelu Lukaku ('71 , víti)

Önnur úrslit:
Ítalía: Ronaldo og De Ligt sáu um Fiorentina
Ítalía: Lazio í 2. sætið
Athugasemdir
banner
banner