Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 02. febrúar 2020 18:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool þarf sex sigra í viðbót
Mynd: Getty Images
Eftir tap Manchester City gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni er það ljóst að Liverpool þarf aðeins sex sigra í viðbót til þess að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn.

Liverpool hefur átt magnað tímabil í ensku úrvalsdeildinni og er með 22 stiga forskot eftir 25 umferðir.

Liverpool þarf aðeins sex sigra í viðbót, færri ef Manchester City, sem er í öðru sæti, tapar stigum.

Liverpool gæti tryggt sér titilinn heima gegn Crystal Palace 21. mars, en sá leikur er í 31. umferð. Ef Man City tapar stigum og Liverpool heldur áfram að vinna sína leiki þá gæti Liverpool tryggt sér titilinn gegn nágrönnum sínum í Everton á Goodison Park þann 16. mars næstkomandi.

Á þessu tímabili hefur Liverpool unnið 24 deildarleiki, gert eitt jafntefli og ekki tapað neinum.

Manchester United á metið yfir fljótasta Englandsmeistaratitilinn. Það met 14. apríl og kom 2001. Góðar líkur eru á því að Liverpool slái það met.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner