Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 02. febrúar 2020 19:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjaldgæft tap hjá Sverri Inga og félögum
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason var á sínum stað í vörninni hjá PAOK þegar liðið mætti Panathinaikos í grísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Bæði lið höfðu verið á miklu skriði fyrir leikinn. PAOK hafði unnið sex leiki í röð og Panathinaikos fimm leiki; sigurgangan varð að enda hjá einhverjum.

Því miður endaði sigurgangan hjá Sverri Inga og liðsfélögum hans sem voru á útivelli í kvöld. Panathinaikos skoraði tvö mörk snemma í seinni hálfleiknum og þar við sat.

Lokatölur 2-0 fyrir Panathinaikos sem er áfram í fjórða sæti grísku úrvalsdeildarinnar. PAOK er í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Olympiakos.

Kolbeinn lék allan leikinn
Í belgísku B-deildinni var Kolbeinn Þórðarson í eldlínunni með liði sínu, Lommel.

Lommel mætti Excelsior Virton og til að gera langa sögu stutta þá endaði leikurinn með markalausu jafntefli. Kolbeinn lék allan leikinn fyrir Lommel eins og Jonathan Hendrickx, annar fyrrum leikmaður Breiðabliks.

Lommel er sem stendur í þriðja sæti B-deildarinnar, einu stigi frá toppnum. Mótinu er skipt upp í tvennt og stendur síðari helmingurinn núna yfir. Í fyrri hluta mótsins hafnaði Lommel í áttund sæti og af átta liðum. Keppnisfyrirkomulagið í Belgíu er vægast sagt flókið.
Athugasemdir
banner
banner
banner