Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 02. febrúar 2020 21:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Sautján ára að fara á kostum í Barcelona
Ansu Fati.
Ansu Fati.
Mynd: Getty Images
Hinn 17 ára gamli Ansu Fati hefur svo sannarlega sprungið út á þessu tímabili í Barcelona. Í kvöld fór hann fyrir liðinu í 2-1 sigri á Levante á heimavelli.

Fati skoraði bæði mörk Barcelona með stuttu millibili í sigrinum á Levante á Nývangi. Lionel Messi lagði upp bæði mörkin fyrir strákinn unga. Þessi strákur er sérstakur.

Fati hefur á þessu tímabili skorað fjögur mörk í 13 deildarleikjum. Hann er þá búinn að skora eitt mark í Meistaradeildinni.

Levante minnkaði muninn í uppbótartímanum og voru lokatölur á Nývangi í kvöld 2-1. Ruben Rochina, fyrrum leikmaður Barcelona, skoraði mark Levante.

Barcelona er í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á eftir Real Madrid. Levante er í 13. sæti með 26 stig.

Getafe komst upp fyrir Valencia og er núna í Meistaradeildarsæti eftir útisigur á Athletic Bilbao. Getafe er reyndar í þriðja sæti þar sem Sevilla gerði jafntefli gegn Alaves. Sevilla er í fjórða sæti.

Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins á Spáni.

Athletic 0 - 2 Getafe
0-1 Damian Suarez ('36 )
0-2 Jaime Mata ('50 , víti)

Barcelona 2 - 1 Levante
1-0 Ansu Fati ('30 )
2-0 Ansu Fati ('31 )
2-1 Ruben Rochina ('90)

Sevilla 1 - 1 Alaves
0-1 Joselu ('70 )
1-1 Lucas Ocampos ('77 , víti)

Villarreal 3 - 1 Osasuna
1-0 Paco Alcacer ('45 )
1-1 Aridane ('48 )
2-1 Ruben Pena ('54 )
3-1 Santi Cazorla ('59 , víti)

Sjá einnig:
Spánn: Sociedad missteig sig í Evrópubaráttunni
Athugasemdir
banner
banner
banner