Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 02. febrúar 2020 18:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Samúel Kári sat allan tímann á bekknum í tapi
Samúel Kári Friðjónsson.
Samúel Kári Friðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Samúel Kári Friðjónsson sat allan tímann á bekknum þegar Paderborn tapaði 4-2 á heimavelli gegn Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni á þessum sunnudegi.

Paderborn náði forystunni á 22. mínútu, en fór inn í hálfleikinn 2-1 undir. Paderborn lék manni færri frá 33. mínútu eftir að Gerrit Holtmann fékk beint rautt spjald. Það hafði mikl áhrif á gang mála.

Í seinni hálfleiknum gekk Wolfsburg frá leiknum þó Paderborn hafi neitað að gefast upp. Eftir að hafa lent 3-1 undir minnkaði Paderborn muninn í 3-2, en Wolfsburg vann að lokum 4-2.

Samúel Kári, sem er 23 ára, gekk í raðir Paderborn í síðasta mánuði. Hann hefur ekki enn spilað leik fyrir félagið.

Paderborn er á botni þýsku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti. Wolfsburg fer upp fyrir Alfreð Finnbogason og félaga í Augsburg í níunda sæti deildarinnar.

Fyrr í dag vann Köln öruggan 4-0 sigur á Freiburg, frekar óvænt úrslit. Köln er í 14. sæti og Freiburg í áttunda sæti.

Koln 4 - 0 Freiburg
1-0 Sebastiaan Bornauw ('29 )
2-0 Jhon Cordoba ('55 )
3-0 Ismail Jakobs ('90 )
4-0 Kingsley Ehizibue ('90 )

Paderborn 2 - 4 Wolfsburg
1-0 Ben Zolinski ('22 )
1-1 Robin Knoche ('26 )
1-2 Daniel Ginczek ('40 )
1-3 Daniel Ginczek ('60 )
2-3 Sebastian Vasiliadis ('72 )
2-4 Maximilian Arnold ('76 )
Rautt spjald: Gerrit Holtmann, Paderborn ('33)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner