Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 02. mars 2020 18:17
Brynjar Ingi Erluson
Adam Örn lagði upp mark í jafntefli gegn Viking
Adam Örn Arnarson er líklega á leið til Tromsö
Adam Örn Arnarson er líklega á leið til Tromsö
Mynd: Adam Örn Arnarson
Adam Örn Arnarson, leikmaður Gornik Zabrze, er þessa dagana á reynslu hjá norska B-deildarliðinu Tromsö en hann lagði upp mark í 1-1 jafntefli liðsins í æfingaleik gegn Viking á Marbella í dag.

Adam er samningsbundinn pólska liðinu Gornik Zabrze en fékk leyfi til að æfa með Tromsö. Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Gornik og gæti því samið við Tromsö á næstu dögum.

Hann lagði upp mark liðsins í síðasta æfingaleiknum á Marbella í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Viking.

Adam er 24 ára gamall og uppalinn í Blikum en hann fór ungur út til hollenska félagsins NEC Nijmegen áður en hann var fenginn til Nordsjælland. Hann spilaði með Álasundi frá 2016 til 2018 áður en hann hélt til Póllands.

Tromsö féll úr norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og er markmið liðsins að koma sér aftur upp.


Athugasemdir
banner
banner