Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 02. mars 2020 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Ancelotti ákærður af enska knattspyrnusambandinu
Carlo Ancelotti fékk rauða spjaldið eftir leikinn
Carlo Ancelotti fékk rauða spjaldið eftir leikinn
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Everton á Englandi, var í dag ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir heðgun sína eftir 1-1 jafnteflið gegn Manchester United í gær.

Ancelotti var rekinn af velli eftir leikinn gegn Manchester United en hann var brjálaður yfir dómgæslunni undir lok leiksins.

Dominic Calvert-Lewin skoraði í uppbótartíma en markið var dæmt af þar sem Gylfi Þór Sigurðsson átti að hafa haft áhrif á David De Gea, markvörð United. Hann var í rangstöðu er Calvert-Lewin skoraði en Ancelotti spurði dómarann um útskýringu á atvikinu eftir leik.

Hann uppskar rautt spjald og hefur nú verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu en hann gæti átt von á banni. Enska sambandið bíður eftir skýrslu Kavanagh úr leiknum en Ancelotti kveðst ekki hafa verið dónalegur við dómarann.

Niðurstaðan kemur í ljós á miðvikudag en næsti leikur Everton er gegn Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner