Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 02. mars 2020 21:01
Brynjar Ingi Erluson
Danmörk: Mikael og félagar í góðri stöðu
Mikael Neville Anderson mun að öllum líkindum vinna dönsku deildina með Midtjylland
Mikael Neville Anderson mun að öllum líkindum vinna dönsku deildina með Midtjylland
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Midtjylland vann SönderjyskE 3-0 í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld en einn Íslendingur kom við sögu í leiknum.

Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði SönderjyskE og spilaði allan leikinn á miðjunni en Ísak Óli Ólafsson var á bekknum hjá liðinu.

Mikael Neville Anderson var ekki í hópnum hjá Midtjylland í kvöld sem er á toppnum í dönsku deildinni. Mikael hefur spilað 19 leiki í deildinni, skorað 4 mörk og lagt upp 2.

Midtjylland er í efsta sæti deildarinnar með níu stiga forystu á FCK sem er í öðru sæti. Eftir þrjár umferðir verður deildinni skipt í tvennt og þar munu toppliðin tvö mætast tvívegis.

Midtjylland er í góðri stöðu en það er enn nóg eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner