Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 02. mars 2020 20:00
Fótbolti.net
Foden fær mikið lof - Fær núna stærra hlutverk
Phil Foden og Sergio Aguero.
Phil Foden og Sergio Aguero.
Mynd: Getty Images
Hinn 19 ára Phil Foden hjá Manchester City fær mikið lof fyrir frammistöðu sína í 2-1 sigrinum gegn Aston Villa í úrslitum deildabikarsins. Foden var í byrjunarliðinu og sýndi gæði sín.

„Það hefur verið gert grín að Guardiola fyrir að vera alltaf að lofsyngja Foden en gefa honum síðan ekki alltof margar mínútur. Þarna fékk hann tækifærið og var hörkuflottur. Þetta er strákur sem er með svo ótrúlega mikla fótboltagreind," sagði Elvar Geir Magnússon í Evrópu-Innkastinu þar sem rætt var um leikinn.

„Það var gaman að sjá hann fá tækifærið á þessu sviði. Spurning er hvort hann fari í kjölfarið að fá stærra hlutverk í liðinu. Manchester City hefur að engu að keppa í deildinni til að gera tilraunir með hann," segir Daníel Geir Moritz í þættinum.

Foden sýndi mikinn þrosa í sinni spilamennsku en City ætlar að nota hann í stærra hlutverki á næsta tímabili, þegar David Silva hefur lagt skóna á hilluna.
Innkastið - Liverpool lendir á vegg og Pep lyftir bikar
Athugasemdir
banner
banner