Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. mars 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Mourinho: Troy Parrott er ekki tilbúinn
Troy Parrott.
Troy Parrott.
Mynd: Getty Images
„Hann er ekki tilbúinn," sagði Jose Mourinho, stjóri Tottenham, eftir 3-2 tapið gegn Wolves í gær þegar hann var spurður út í framherjann unga Troy Parrott.

Hinn 18 ára gamli Parrott spilaði nokkrar mínútur í leiknum í gær en hann þykir mikið efni. Þrátt fyrir fjarveru Harry Kane og Son Heung-min þá ákvað Mourinho frekar að hafa Dele Alli frammi í gær heldur en að leyfa Parrott að byrja.

„Hann er góður strákur og með góða hæfileika. Hann vill hjálpa okkur. Hann er strákur sem þarf hjálp, ekki bara innan vallar heldur utan vallar líka," sagði Mourinho.

„Hann er strákur sem við höfum passað vel frá byrjun og hann mun klárlega fá tækifæri á réttu augnabliki þegar við teljum að augnablikið komi."
Athugasemdir
banner
banner
banner