Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 02. mars 2020 16:56
Elvar Geir Magnússon
Sturridge í fjögurra mánaða bann frá fótbolta
Daniel Sturridge.
Daniel Sturridge.
Mynd: Getty Images
Daniel Sturridge hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða bann frá fótbolta eftir að hann braut reglur um veðmál. Hann fékk upphaflega sex vikna bann síðasta sumar en dómurinn var þyngdur og sekt hans hækkuð.

Í morgun var tilkynnt að búið væri að rifta samningi hans við tyrkneska félagið Trabzonspor.

Sturridge er fyrrum sóknarmaður Liverpool en félagið tilkynnti í júní í fyrra að hann myndi fara annað.

Hann gekk þá í raðir Trabzonspor þar sem hann skoraði sjö mörk í sextán leikjum.

Sturridge er nú í banni frá afskiptum af fótbolta þar til 17. júní. Hann gaf bróður sínum innherjaupplýsingar og sagði honum að veðja á ákveðna hluti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner