Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 02. mars 2020 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Sturridge í rusli - Neitar því að hafa brotið veðmálareglur
Daniel Sturridge
Daniel Sturridge
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Enski framherjinn Daniel Sturridge neitar því að hafa brotið veðmálareglur enska knattspyrnusambandsins en hann var dæmdur í fjögurra mánaða bann í dag fyrir að hafa lekið mikilvægum upplýsingum um framtíð sína árið 2018.

Knattspyrnusambandið dæmdi Sturridge í sex vikna bann frá fótbolta en hann var fundinn sekur um að leka upplýsingum til bróður síns í janúar árið 2018.

Hann sagði honum þá að veðja á að hann færi til Sevilla á lán en Sturridge endaði þó hjá WBA.

Sturridge áfrýjaði málinu en var í dag dæmdur í fjögurra mánaða bann og er gert að greiða 150 þúsund pund í sekt.

Hann yfirgaf Liverpool síðasta sumar og samdi við tyrkneska liðið Trabzonspor þar sem hann skoraði 7 mörk í 16 leikjum áður en hann rifti samningnum í dag. Sturridge segist saklaus en hann er ósáttur með úrskurðinn í málinu.

„Ég vil segja að þetta hefur verið afar langdregið mál og það hefur verið erfitt að einbeita sér að fótboltanum. Þetta hefur verið algjör bilun síðustu daga," sagði Sturridge á Youtube-síðu sinni.

„Ég ætla að halda áfram þeirri baráttu fyrir knattspyrnumenn um að geta talað frjálslega við fjölskyldu sína og nána vini án þess að eiga í hættu á að vera kærðir."

„Það þarf að leggja niður þann möguleika hjá veðmálafyrirtækjunum að þú getir veðjað á hvert leikmenn fara. Þó svo að það hafi komið í ljós í áfrýjuninni að ég hafi ekki veðjað og enginn nálægt mér hafi veðjað þá var ég samt kærður og því mikil vonbrigði að heyra þær fréttir að ég hafi verið settur í bann og er ég í rusli yfir því. Tímabilið er búið."

„Mér leið illa með það og því var það rétt ákvörðun hjá mér að hætta að þiggja laun frá liði sem ég get ekki hjálpað í baráttunni,"
sagði hann ennfremur.

Sturridge er í banni til 17. júní og er án félags en það verður áhugavert að sjá hvert hann mun fara í sumar.
Athugasemdir
banner
banner