Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 02. apríl 2020 12:59
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: SB 
Belgar sagðir ætla að ljúka keppni og Club Brugge fái titilinn
Ari Freyr Skúlason leikur með Oost­ende  sem er í næst neðsta sæti deildarinnar.
Ari Freyr Skúlason leikur með Oost­ende sem er í næst neðsta sæti deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgískir fjölmiðlar fullyrða að tekin hafi verið ákvörðun um að hætta keppni í belgísku deildinni. Þetta er fyrsta Evrópudeildin sem er blásin af vegna Covid-19 heimsfaraldursins.

Keppni hefur verið stöðvuð í öllum löndum heims nema Hvíta Rússlandi og alveg óljóst hvenær verður hægt að halda áfram að nýju ef það verður hægt á annað borð.

Ef fréttir belgíska dagblaðsins HLN eru réttar er belgíska deildin hinsvegar þegar hætt og Club Brugge sem var á toppnum mun fá titilinn.

Blaðið segir að stjórnendur deildarinnar hafi þegar tekið ákvörðunina en hún verði staðfest á fundi 15. apríl næstkomandi.

Aðeins ein umferð var eftir af mótinu og Brugge var með 15 stiga forskot á Gent sem var í öðru sætinu. Vanalega hefði deildin farið í flókna umspilskeppni eftir lokaumferðina þar sem mótinu er skipt í tvennt en það verður ekki núna.

Ari Freyr Skúlason leikur með Oost­ende sem er í næst neðsta sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner