Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 02. apríl 2020 11:30
Elvar Geir Magnússon
Rashford setti saman 6 manna Man Utd draumalið
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United, setti sjálfan sig á bekkinn þegar hann valdi 6 manna Old Trafford draumalið.

„Í vörninni er ég með Rio Ferdinand. Ég vel David de Gea í markið en Edwin van der Sar var nálægt," segir Rashford, sem er 22 ára, en hann bætir við að hann hafi lítið séð Peter Schmeichel.

„Ég blæs til sóknar og er með Paul Scholes á miðjunn, Ryan Giggs hægra megin og Cristiano Ronaldo vinstra megin. Wayne Rooney er fremstur."

„Ég vel ekki sjálfan mig. Ekki ennþá!"

Rashford segir að Rooney sé besti leikmaður sem hann hafi fengið að spila með.

„Það var ótrúleg reynsla að fá að spila með honum, það voru smáatriðin sem hann kom með sem gerðu hann sérstakan leikmann. Ég fylgdist grannt með honum og ég lærði mikið," segir Rashford.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner