Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 02. apríl 2020 08:20
Elvar Geir Magnússon
Veiran ógnar ekki fjárhag Man Utd
Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United.
Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Fótboltafélög um allan heim eru að lenda í alvarlegum fjárhagsörðugleikum vegna kórónuveirufaraldursins.

Daily Mail fjallar um að fjárhagsleg áhrif á Manchester United séu þó ekki alvarleg, þökk sé risastórum styrktarsamningum félagsins.

Framkvæmdastjórinn Ed Woodward hefur verið duglegur við að gera stóra auglýsingasamninga og United er í fínum málum þó leikdagstekjurnar hafi skyndilega gufað upp.

United er ekki eins háð leikdagstekjum og sjónvarpssamningum eins og flest önnur félög í deildinni

Búist er við því að þetta gefi United forskot þegar leikmannaglugginn mun opna en félagið hefur verið orðað við stór nöfn eins og Jadon Sancho, Jack Grealish og James Maddison.

Þá segir ESPN að United ætli að reyna allt til að landa Erling Haaland frá Borussia Dortmund þegar kemur að því að norski strákurinn tekur næsta skref á ferlinum. Real Madrid er einnig ákveðið í að krækja í Haaland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner