Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 02. apríl 2021 18:18
Brynjar Ingi Erluson
Rodriguez var nálægt því að fara til Atlético
Kólumbíski sóknartengiliðurinn James Rodriguez er að spila afar vel á fyrsta tímabili sínu með enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en hann var þó afar nálægt því að ganga í raðir Atlético Madríd á síðasta ári.

Everton fékk James á frjálsri sölu frá Real Madrid á síðasta ári en hann var kominn neðarlega í goggunarröðinni hjá Zinedine Zidane.

James var keyptur til Real Madrid eftir HM 2014 en hann náði aldrei að finna taktinn hjá Madrídingum. Árið 2017 gerði hann tveggja ára lánssamning við Bayern München þar sem hann gerði frábæra hluti en þegar hann sneri aftur til Madríd þá voru tækifærin af skornum skammti.

Napoli og Atlético Madríd sýndu mikinn áhuga á því að fá James en Real Madrid kom hins vegar í veg fyrir að hann færi til Atlético. Hann ákvað því að halda til Everton og spila aftur fyrir Carlo Ancelotti.

„Þetta var eiginlega klappað og klárt með Atlético. Ég talaði við Simeone og hann sagði að ég gæti reynst þeim mikilvægur en Real Madrid leyfði mér ekki að fara. Florentino Perez, forseti Real, vissi að ég myndi ekki spila mikið fyrir Zidane. Þetta var slæmt ár en ég vildi samt fara til Everton til að spila og sýna hvað ég er fær um að gera," sagði James við ESPN.
Athugasemdir
banner