Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 02. maí 2020 11:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég gerði rétt þegar ég lét Totti hafa bandið"
Mynd: Getty Images
Francesco Totti og Aldair eru í guðatölu hjá Roma. Aldair segir frá þeirri sögu þegar hann ákvað að láta Totti hafa fyrirliðabandið á sínum tíma.

„Ég vonaðist til þess að hann yrði það sem hann fæddist til að verða Ég gerði rétt þegar ég lét Totti hafa bandið," sagði Aldair.

Aldair var á mála hjá Roma á árunum 1990 til 2003. „Það var atkvæðagreiðsla meðal leikmanna um það hver yrði næsti fyrirliði. Það voru nokkrir valmöguleikar í stöðunni en flestir kusu mig sem fyrirliða," sagði Aldair við ESPN Brasil.

„Ég hugsaði um hvaða þýðingu þetta hefði fyrir Totti og borgina ef hann yrði fyrirliði. Hann var stuðningsmaður félagsins frá því hann fæddist og einn hæfileikaríkasti leikmaður liðsins. Ég hugsaði að þetta yrði honum mikilvægt svo ég lét hann hafa bandið."

„Ég vonaðist til þess að hann yrði það sem hann var fæddur til að verað. Ég gerði rétt. Francesco er maður fárra orða eins og ég var. Við létum einungis í okkur heyra þegar þess þurfti í klefanum."

„Ég horfði á hann þroskast og ég vissi að hann myndi verða það sem hann svo varð. Það eru fáir leikmenn í heiminum eins og hann. Leikmenn sem spila einungis fyrir eitt lið á ferlinum."


Aldair var einnig spurður út í ítalska meistaratitilinn árið 2001. „Þetta var frábært að verða meistari með Roma, félagið hefur ekki unnið marga titla. Það var hátíð í borginni í tæpan mánuð."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner