Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 02. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Breytingar á lögum KSÍ - Aðildarfélög skulu taka á hagræðingu
ÍTF fær fulltrúa í stjórn KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á 74. ársþingi KSÍ voru samþykktar breytingar á lögum KSÍ og hefur ÍSÍ nú staðfest þessar breytingar.

Í nýjum lögum KSÍ er bætt öðrum lið við 6. grein, til að sporna við hagræðingu leikja.

6. grein - Aðrar skyldur
6.2. Aðildarfélag skuldbindur sig til að vinna gegn ólöglegri veðmálastarfsemi og hagræðingu úrslita leikja. Aðilum sem falla undir lög þessi og taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ er óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Bann þetta tekur einnig til miðlunar upplýsinga í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmál og fela í sér fjárhagslegan ávinning.

Þar að auki fær ÍTF, hagsmunasamtök félaga sem reka lið í efstu deild karla, fulltrúa í níu manna stjórn KSÍ annað hvert ár.

Þá hefur Pepsi Max-deild kvenna bæst við leyfiskerfakerfið. Aðildarfélög sem eiga rétt á þátttöku í efstu deildum karla og efstu deild kvenna þurfa að sækja um þátttökuleyfi árlega.

Hægt er að sjá breytingarnar í heild með að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner