Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 02. maí 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Chimy Avila fór næstum til Barca í janúar
Mynd: Getty Images
Barcelona var á höttunum eftir sóknarmanni í janúar þegar félagið missti Luis Suarez og Ousmane Dembele í meiðsli.

Börsungum tókst ekki að krækja í sóknarmann í janúarglugganum en fengu undanþágu og keyptu Martin Braithwaite utan félagaskiptaglugga, í febrúar.

Chimy Avila, framherji Osasuna, var nálægt því að skipta yfir til Barca í lok janúar. Hann var að ganga frá skiptunum þegar hann meiddist í leik gegn Levante 24. janúar.

„Ég hóf ferilinn með San Lorenzo, sem klæðist vínrauðu og bláu, og skipti svo yfir til Huesca, sem er með sömu liti. Nú er ég hjá Osasuna, aftur sami litur, og ég komst nálægt því að bæta enn einu félagi við," grínaðist Avila, en treyjur Barcelona eru einmitt í sömu litum og hinar þrjár.

Avila, 26 ára, er fjölhæfur framherji og er búinn að skora 9 mörk í 20 deildarleikjum á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner