Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 02. maí 2020 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Fonseca: Mun gera allt í mínu valdi til að halda Smalling
Smalling er búinn að spila 28 leiki á tímabilinu og er fastamaður í byrjunarliðinu.
Smalling er búinn að spila 28 leiki á tímabilinu og er fastamaður í byrjunarliðinu.
Mynd: Getty Images
Enski miðvörðurinn Chris Smalling hefur reynst mikilvægur hlekkur í liði Roma og vill Paulo Fonseca, þjálfari Roma, halda honum.

Smalling hefur staðið sig feykilega vel í hjarta varnarinnar og fengið mikið lof fyrir að hafa þróað gott samstarf með Gianluca Mancini.

Smalling er þrítugur og kom að láni frá Manchester United á upphafi tímabils. Verðmiðinn á honum er talinn vera í kringum 20 milljónir evra en gæti lækkað vegna kórónuveirunnar. Ole Gunnar Solskjær er talinn vera að íhuga að nota Smalling á næstu leiktíð og gæti það gert herslumuninn á hvort samkomulag náist um félagaskipti eða ekki.

„Ég mun gera allt í mínu valdi til að halda honum hjá Roma á næstu leiktíð. Ég veit að hann nýtur sín hér og vill vera áfram, við verðum að sjá hvað gerist. Hann er stórkostlegur einstaklingur, afar hógvær og einstaklega fagmannlegur," sagði Fonseca við ESPN.

„Hann hefur fest sig í sessi sem leiðtogi í búningsklefanum og stuðningsmenn elska hann. Það er ekki auðvelt fyrir enska miðverði að lagast svona fljótt að ítalska boltanum en honum hefur tekist það stórkostlega."
Athugasemdir
banner