Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. maí 2020 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Höfnuðu launakröfu bandaríska kvennalandsliðsins
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Bandarískur dómstóll er búinn að hafna kröfu bandaríska kvennalandsliðsins um að draga bandaríska landsliðið (US Soccer) fyrir dóm vegna launamála.

Það voru nokkur atriði í kröfunni sem dómstóllinn leyfði og geta því farið fyrir dóm. Það er að kvennaliðið fái nákvæmlega sömu meðhöndlun og karlaliðið þegar kemur að ferðalögum, æfingum, húsnæðismálum og öðru slíku.

Leikmenn kvennaliðsins, sem eru ríkjandi heimsmeistarar, vilja fá borgað í samræmi við leikmenn karlaliðsins en þeirri kröfu var hafnað með rökstuðningi.

„Verjandinn birti sönnunargögn þess efnis að kvennalandsliðið hafi fengið greitt meira, bæði í heildina og á leik, heldur en karlaliðið yfir skilgreint tímabil," segir í rökstuðningi dómstólsins.

„Stefnendur birtu þá sönnunargögn þess efnis að (1) kvennaliðið fengi lægri bónusa fyrir æfingaleiki, HM-leiki og aðra mótsleiki; (2) leikmenn kvennaliðsins hefðu fengið meira greitt með samskonar samningi og karlaliðið og; (3) starfsmenn bandaríska knattspyrnusambandsins gáfu yfirlýsingar um að kvennaliðið fengi greitt minna en karlaliðið."

Megan Rapinoe, einn af þremur fyrirliðum bandaríska kvennalandsliðsins, er vonsvikin með niðurstöðu dómstólsins en segist aldrei ætla að hætta að berjast fyrir jafnrétti.

„Við munum aldrei hætta að berjast fyrir JAFNRÉTTI," birti Rapinoe í færslu á Twitter.

Alex Morgan er einnig meðal fyrirliða kvennalandsliðsins og tók í svipaða strengi.

„Þó þessar fréttir séu svekkjandi þá mun þetta ekki stöðva okkur í jafnréttisbaráttunni."

Leikmenn munu áfrýja dómnum samkvæmt Molly Levinson, talsmanni þeirra.


Athugasemdir
banner
banner
banner