Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 02. maí 2020 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neville: Hafði áhyggjur af Ronaldo - Allt breyttist 2006
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Gary Neville, fyrrum varnarmaður Manchester United og nú sérfræðingur hjá Sky Sports, segir skemmtilega sögu af tíma sínum hjá United í The Football Show á Sky Sports.

Hann segir frá því þegar hann fór til Mike Clegg, styrktarþjálfara United sem vann mjög mikið með Cristiano Ronaldo, og sagði við hann að Ronaldo væri óheflaður og óútreiknanlegur sem væri slæmt fyrir vörnina.

„Þú vissir ekki hvar hann yrði varnarlega, þú vissir ekki hvenær hann myndi losa sig við boltann, mennirnir í teignum vissu ekki hvenær hann myndi gefa boltann fyrir. Hann var óheflaður."

„Þjálfararnir höfðu mikla trú á honum, Sir Alex Ferguson og Carlos Queiroz, og trúin skilaði sér. Ronaldo fékk tækifæri og reynslumeiri menn sátu á bekknum. Ronaldo tók svo skref í átt að því sem hann er í dag."


Neville segir þetta í kjölfar sögu af ungum, mjóum og aumum leikmanni sem Cristiano leit út fyrir að vera fyrst þegar hann kom til United. Neville segir að allt hafi breyst sumarið 2006 þegar Ronaldo fór á HM í Þýskalandi.

„Hann fór úr því að vera mjór yfir í það að vera ofur-millivigtarboxar. Líkami hans gjörbreyttist, ótrúleg breytng."

„Hann gat allt í einu stokkið gífurlega hátt, betri stefnubreytingar og allt small saman hjá honum. Hugarfarið, líkaminn, allt breyttist."
sagði Neville á Sky Sports.
Athugasemdir
banner
banner