Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. maí 2020 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ráðleggur Werner að halda sig hjá Leipzig
Mynd: Getty Images
Ralf Rangnick, yfirmaður íþrótta- og þróunarmála hjá Red Bull, er búinn að ráðleggja framherjanum eftirsótta Timo Werner að vera áfram hjá RB Leipzig í stað þess að skipta um félag í sumar.

Werner er eftirsóttur af stærstu félögum heims enda hefur hann verið duglegur að raða inn mörkunum bæði með Leipzig og þýska landsliðinu.

Rangnick, sem er sterklega orðaður við þjálfarastarfið hjá AC Milan, telur Werner helst þurfa spiltíma og reynslu á þessum tímapunkti.

„Hann er ennþá að bæta sig sem fótboltamaður og er mikilvægur fyrir félagið. Timo þarf aðallega að íhuga hvort hann geti fengið sama spiltíma hjá öðru félagi og hann fær hér," sagði Rangnick við Mitteldeutsche Zeitung.

Werner er 23 ára gamall og hefur skorað 88 mörk í 150 leikjum hjá Leipzig.
Athugasemdir
banner