lau 02. maí 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ringulreið á Ítalíu: Gæti endað eins og í Frakklandi
Mynd: Getty Images
Það ríkir mikil ringulreið í kringum ítalska boltann þessa stundina þar sem framtíðin er óljós í miðjum kórónuveirufaraldri.

Ítalir halda áfram að falla frá vegna veirunnar og var tilkynnt í síðustu viku að lið gætu byrjað að æfa aftur 4. maí. Nú virðist sú ákvörðun hafa verið dregin til baka af engum öðrum en Vincenzo Spadafora, íþróttamálaráðherra Ítalíu.

„Ég sé ekki fyrir mér að tímabilið byrji aftur í sumar. Það ríkir mikil óvissa og við gætum fylgt því sem aðrar þjóðir eru að gera. Ég legg til að fótboltaheimurinn hugsi um það," sagði Spadafora í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni La7.

„Ég mæli með að félög í efstu deild byrji að einbeita sér að næstu leiktíð, ég myndi gera það í þeirra sporum. Í dag get ég ekki staðið hér og sagt að tímabilið fari aftur af stað um miðjan júní. Ef það verður ekki öruggt að byrja í sumar þá þurfum við að enda tímabilið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner