Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 02. maí 2020 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sherwood: Messi er ekki náttúrulegur markaskorari
Mynd: Getty Images
Tim Sherwood, fyrrum stjóri Tottenham, er á þeirri skoðun að Lionel Messi, einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar, sé ekki náttúrulegur markaskorari.

Messi hefur skorað 627 mörk fyrir Barcelona í 718 leijum. Hann er með tæplega mark að meðaltali í leik í deildinni eða 438 mörk í 474 leikjum í La Liga.

„Ég kaupi það ekki að það séu til náttúrulegir markaskorarar. Lionel Messi er það sem hann vegna þess sem hann gerði í æsku, lék sér með steina á götunni og bræður hans spörkuðu hann niður í fimm ár."

„Hann hefur orðið þetta vegna þess sem hann gerði. Þú fæðist ekki eins og hann er orðinn í dag."

„Ég tek hugarfar framyfir gæði alla daga. Ef þú setur þetta tvennt smaan þá ertu með alvöru fótboltamann. Ég þoli ekki þegar sparkspekingar tala um náttúrulega hæfileika. Slíkt er ekki til."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner