Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 02. maí 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sule vill verða besti miðvörður heims á næstu árum
Mynd: Getty Images
Niklas Süle, 24 ára miðvörður FC Bayern og þýska landsliðsins, er að koma til baka eftir krossbandsslit og vill láta til sín taka í knattspyrnuheiminum.

Markmið hans er að vera talinn til bestu miðvarða heims og vill hann ná því markmiði fyrr en aðrir. Hann notar Virgil van Dijk sem dæmi, sem varð ekki talinn til bestu miðvarða heims fyrr en hann skipti yfir til Liverpool 27 ára gamall.

„Ég verð ánægður þegar fólk telur mig til bestu miðvarða heims. Það er markmiðið mitt," sagði Süle.

„Van Dijk var 27 ára þegar hann fór til Liverpool og núna er hann meðal bestu varnarmanna í heimi, rétt undir þrítugu. Miðverðir eru vanalega upp á sitt besta rétt fyrir þrítugsaldurinn. Þá býrðu yfir nægri reynslu og yfirvegun auk þess að vera upp á þitt besta líkamlega.

„Van Dijk var ekki í sviðsljósinu hjá Southampton en náði að taka næsta skref hjá Liverpool. Ég á góða möguleika á að gera það hjá Bayern. Það veltur alfarið á mér hvort mér takist að verða einn af bestu miðvörðum heims eða ekki."


Süle vill vera tilnefndur til Gullknattarins á næstu tveimur eða þremur árum og sinnti lykilhlutverki í vörn Bayern áður en hann sleit krossbandið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner