Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 02. maí 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vieri sannfærði Ronaldo og Recoba að taka launalækkun
Christian Vieri er einstaklega skrautlegur karakter.
Christian Vieri er einstaklega skrautlegur karakter.
Mynd: Ívan Guðjón Baldursson
Hinn 46 ára gamli Christian Vieri rifjaði upp gamla tíma þegar hann var á toppi knattspyrnuheimsins.

Vieri lék fyrir Juventus, Atletico Madrid, Lazio og Inter á sínum bestu árum og skoraði 23 mörk í 49 A-landsleikjum.

Á tíma sínum hjá Inter hélt Vieri að landsliðsfélagi sinn og goðsögn Alessandro Nesta væri að skipta yfir til félagsins frá AC Milan.

„Eftir að hafa rætt við Moratti sannfærði ég Ronaldo og (Alvaro) Recoba um að taka á sig launalækkun til að fá Nesta til félagsins," sagði Vieri.

„Nokkrum dögum síðar heyri ég í Moratti og hann segir að við höfum fengið annan varnarmann. 'Hvern?' spurði ég og fékk svarið (Carlos) 'Gamarra'.

„Ég skellti á og kastaði símanum frá mér af öllu afli."


Í heimalandinu er Vieri frægur fyrir kvennafar og ber enn fyrir stolti í rödd hans þegar hann ræðir fortíðina og slúðursögurnar sem fylgdu honum um allt.

„Ég hef verið bendlaður við marga kvenmenn í gegnum árin. Ef ég á að vera heiðarlegur, þá eru bara nokkur sambönd skálduð upp. Nánast öll sambönd sem bleiku miðlarnir töluðu um voru sönn.

„Margar konur sem leika í bíómyndum eða sjónvarpi eiga sér sögu með 'Il Bomber'.
Hann gat sannfært eina, tvær eða jafnvel þrjár til að sænga hjá sér á sama kvöldi."

Athugasemdir
banner
banner
banner