Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 02. maí 2021 11:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hver verður í marki Fylkis gegn HK? - „Óli átti skilið að spila"
Í leiknum í gær
Í leiknum í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristófer Helgason varði mark Fylkis gegn FH í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinar. Það vakti athygli og var Aron Snær Friðriksson, sem hefur varið mark Fylkis undanfarin fjögur ár (fyrir utan seinni part tímabilsins 2019 vegna meiðsla), var á bekknum.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 2 FH

Ólafur er fæddur árið 2002 og lék sinn fyrsta deildarleik sumarið 2019. Í fyrra var hann á láni hjá Elliða í 3. deildinni. Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, var í viðtali eftir leikinn í gær spurður hvort Ólafur yrði aðalmarkvörður í sumar.

„Nei, það er ekkert ákveðið. Óli er búinn að standa sig vel, hann fékk tækifærið í þessum leik, var flottur og átti skilið að spila," sagði Atli Sveinn. Það var Stefán Marteinn Ólafsson sem tók viðtalið og skrifaði um leikinn fyrir Fótbolta.net.

Verður hann í markinu í næsta leik gegn HK? „Óli? Já, mögulega."

Miðjumaðurinn Nikulás Val Gunnarsson lék ekki með í gær vegna meiðsla. „Hann er með eymsli í náranum, ég hugsa að hann verði kominn á völlinn von bráðar."

Viðtalið við Atla má sjá hér að neðan.
Atli Sveinn: Ég hefði ekki verið oft inni á vellinum ef þetta er gult
Athugasemdir
banner
banner
banner