Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 02. maí 2021 11:50
Victor Pálsson
Klopp: Ekki hægt að neyða Van Dijk í neitt
Mynd: Getty Images
Það mun enginn neyða Virgil van Dijk í að spila á EM í sumar að sögn Jurgen Klopp, stjóra Liverpool.

Van Dijk hefur verið frá keppni síðan í október en hann sleit þá krossband í leik gegn Everton.

Hollendingar vonast eftir því að geta notað Van Dijk á EM í sumar en það verða engar áhættur teknar að sögn Þjóðverjans.

„Ég vil ekki halda aftur af honum en það er ekki hægt að neyða hann í neitt heldur," sagði Klopp við blaðamenn.

„Þú getur ekki æft og spilað fótbolta eftir 10 til 11 mánuði frá keppni. Það er bara ekki hægt og ætti ekki að vera hægt."

„Það er enginn að stöðva hann og ég lofa öllum í Hollandi því. Við getum þó ekki neytt hann heldur. Við tölum um leikmanninn og hans feril."

„Það ætti enginn að neyða hann og enginn mun gera það, ekki Holland, ekki við og ekki Virgil. Hann vill bara verða klár eins fljótt og hægt er."
Athugasemdir
banner
banner
banner