Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 02. maí 2021 09:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lykilmaðurinn: Í topp fimm liði ef hann myndi nenna að verjast
Lengjudeildin
Aron í leik með Grindavík á undirbúningstímabilinu.
Aron í leik með Grindavík á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Þjálfarar og fyrirliðar Lengjudeildarinnar spá því að Grindavík hafni í fjórða sæti deildarinnar.

Hægt er að lesa umfjöllun um liðið með því að smella hérna.

Eiður Ben Eiríksson, Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Eiður Ben gaf sitt álit á liði Grindavíkur.

Hann telur að miðjumaðurinn Aron Jóhannsson sé þeirra helsti lykilmaður í sumar.

„Ég er sannfærður um að Aron muni vera lykilmaður fyrir Grindavík í sumar. Gæðalega séð er Aron frábær fótboltamaður, yfirvegaður á boltanum og stjórnar ferðinni á miðjunni fyrir Grindavík," segir Eiður.

„Ég er viss um að ef Aron myndi nenna að verjast þó það væri ekki nema í helming leikja að þá væri hann í topp fimm liðunum í efstu deild. Það er enginn sem efast um hæfileikana sem hann hefur."

„Það er spennandi að sjá hvernig Aron verður í sumar, sérstaklega í ljósi þess að hann verður með betri fótboltamenn í kringum sig í sumar og það mun gera hann að betri leikmanni."

Aron er uppalinn í Haukum en hefur spilað með Grindavík frá árinu 2018.
Athugasemdir
banner
banner