banner
   sun 02. maí 2021 10:11
Victor Pálsson
Martínez næstur til Tottenham? - Pogba þarf að ákveða sig
Powerade
Roberto Martínez.
Roberto Martínez.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty
Það er stutt í að sumarglugginn í Evrópu opni á nýjan leik og vantar því alls ekki upp á slúður götublaða.

Að venju tók BBC saman hressilegan pakka í dag þar sem fjallað er um marga leikmenn og þjálfara sem gætu hreyft sig um set í sumar.

Everton hefur ákveðið að ganga í raðir liða sem hafa áhuga á Sergio Aguero, framherja Manchester City. Chelsea, Leeds, Tottenham, Barcelona og Inter vilja þennan 32 ára gamla framherja sem fer á frjálsri sölu í sumar. (Star)

Manchester United mun selja Paul Pogba í sumar ef hann vill ekki framlengja samning sinn við félagið. (Sun)

Arsernal hefur trú á því að þeir geti fengið Yves Bissouma frá Brighton í sumar fyrir 30 milljónir punda. (Star)

Sergio Ramos vonast enn eftir því að fá tveggja ára samning hjá Real Madrid en félagið hefur aðeins boðið honum eins árs framlengingu. Ramos er 35 ára gamall og verður samningslaus í sumar. (Marca)

Roberto Martínez er opinn fyrir því að snúa aftur til Englands og taka við Tottenham. Martínez er þjálfari Belgíu í dag og fyrrum stjóri Everton. (Sun)

AC Milan skoðar stöðu framherjans Tammy Abraham hjá Chelsea sem er einnig á óskalista Westy Ham. (Standard)

Gianluigi Donnarumma, 22 ára gamall markvörður AC Milan, er á óskalista Juventus fyrir sumarið og hefur umboðsmaður hans Mino Raiola rætt við félagið um möguleg skipti. Donnarumma verður samningslaus eftir tímabilið. (Calciomercato)

Hansi Flick, stjóri Bayern Munchen, vill taka við þýsja landsliðinu þegar Joachim Low lætur af störfum eftir EM í sumar. (Sport1)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, gæti verið tilbúinn að gefa Joe Willock tækifæri á næstu leiktíð en hann hefur staðið sig vel með Newcastle í láni. (Shields Gazzette)

Aston vIlla er að undirbúa tilboð í varnarmanninn Axel Tuanzebe hjá Manchester United. Tuanzebe er 23 ára gamall og hefur áður leikið með Villa í láni. (Football Insider)

Eric Garcia, varnarmaður Manchester City, er nálægt því að semja við spænska stórliðið Barcelona. Garcia er aðeins 20 ára gamall og verður samningslaus í sumar. (Mundo Deportivo)
Athugasemdir
banner
banner