Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 02. maí 2021 13:22
Victor Pálsson
Meistaradeild kvenna: Chelsea mætir Barcelona í úrslitum
Mynd: Getty Images
Chelsea er búið að tryggja sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar kvenna eftir leik við Bayern Munchen í London í dag.

Um var að ræða seinni leik liðanna í undanúrslitum en Bayern vann fyrri leikinn 2-1 á heimavelli.

Chelsea gerði enn betur í dag og vann heimaleikinn með fjórum mörkum gegn einu og fer því áfram samanlagt, 5-3.

Francesca Kirby er einn allra mikilvægasti leikmaður Chelsea og skoraði hún tvö mörk fyrir liðið í dag. Danski snillingurinn Pernille Harder komst einnig á blað.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom ekki við sögu hjá Bayern í dag.

Þar mun Chelsea spila við spænska stórliðið Barcelona sem vann Paris Saint-Germain 2-1 á heimavelli í dag.

Barcelona hafði betur samanlagt 3-2 en leiknum í Frakklandi lauk með 1-1 jafntefli.


Athugasemdir
banner