Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 02. maí 2021 10:59
Victor Pálsson
Tuchel í sögubækurnar eftir sigurinn í gær
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, skráði sig í sögubækurnar á Englandi í gær er Chelsea vann 2-0 sigur á Fulham.

Chelsea átti ágætis leik gegn Fulham sem er á leið niður í næst efstu deild. Kai Havertz gerði bæði mörk liðsins í sigrinum.

Chelsea var að halda hreinu í 11. sinn undir Tuchel í úrvalsdeildinni en hann hefur aðeins stýrt liðinu í 15 leikjum eftir að hafa tekið við af Frank Lampard.

Það er í raun magnaður árangur og bætti Þjóðverjinn bæði met Jose Mourinho og Luiz Felipe Scolari sem eru fyrrum þjálfarar liðsins.

Enginn stjóri í sögu úrvalsdeildarinnar hefur náð eins árangri en Scolari og Mourinho héldu báðir 10 sinnum hreinu í fyrstu 15 leikjunum.

Chelsea er einnig komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar og á eftir seinni leikinn við Real Madrid. Sá fyrri lauk með 1-1 jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner