Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. maí 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Blanda af einhverju sjokki og öðrum skrítnum tilfinningum"
Leiknismenn ósáttir.
Leiknismenn ósáttir.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Dómaratríóið.
Dómaratríóið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Í seinni hálfleik í leik ÍBV og Leiknis, nánar tiltekið á 65. mínútu leiksins, benti Egill Arnar Sigurþórsson, dómari leiksins, á vítapunktinn í vítateig Leiknis.

Það gerði hann eftir að skot frá eyjamanni var varið inn á vítateig Leiknis. Einhverjir eyjamenn kölluðu eftir vítaspyrnu og virtust vera að fá það í gegn þangað til að Egill skipti um skoðun og dæmdi hornspyrnu.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Leiknir R.

Boltinn fór vissulega í hönd Leiknismanns en það var Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis, sem varði skotið. Leiknismenn mótmæltu og uppskáru breytingu á dómnum.

Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Leiknis, í dag og spurði hann út í sína upplifun af atvikinu.

„Það var svona blanda af einhverju sjokki og öðrum skrítnum tilfinningum," sagði Siggi og hló.

„Ég bara trúði þessu ekki og kannski eðlilegt að þegar svona atvik koma að menn sýni miklar tilfinningar. Þetta var ofboðslega vel gert hjá dómarakvartettnum að bregðast svona við og taka ákvörðun um að taka ákvörðun til baka. Svo líka að refsa ekki mönnum fyrir að hópast að dómaranum og fjórða dómara. Þetta var bara virkilega vel leyst, að skilja viðbrögðin okkar vel. Þetta er eitthvað sem dómararnir þurfa að hafa í lagi."

Sástu það frá hliðarlínunni að þetta væri aldrei víti?

„Já, ég held að allir hafi séð það. Mér fannst skrítið, þegar maður sér þetta aftur, þá virðist Egill ekki sjá þetta almennilega og taka einhvern veginn sénsinn á því að þetta sé víti. Ég set spurningamerki við það en aftur virkilega vel gert hjá honum að sjá að sér og hlusta á fjórða dómarann sem sá þetta mjög augljóslega við hliðina á mér," sagði Siggi.

Sjá einnig:
Óvíst hvenær Óttar snýr aftur - „Gæti æft á morgun eða eftir mánuð"
Vildi ekki svara spurningum um Daníel Finns
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner