mán 02. maí 2022 18:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Fulham braut 100 marka múrinn
Carvalho var á skotskónum.
Carvalho var á skotskónum.
Mynd: Getty Images
Fulham 7 - 0 Luton
1-0 Tom Cairney ('29 )
2-0 Kenny Tete ('39 )
3-0 Fabio Carvalho ('54 )
4-0 Aleksandar Mitrovic ('62 )
5-0 Bobby Reid ('65 )
6-0 Jean Michael Seri ('79 )
7-0 Aleksandar Mitrovic ('90 )

Fulham lék á als oddi er þeir fengu Luton í heimsókn í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands, í kvöld.

Fulham var búið að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni að ári fyrir leikinn en í kvöld tryggði liðið sér sigur í næst efstu deild.

Það var gert með stæl því leikurinn endaði 7-0 fyrir Fulham. Liðið er núna búið að gera 106 mörk í 45 deildarleikjum á þessu tímabili; magnaður árangur.

Fabio Carvalho, sem er sagður á leið til Liverpool í sumar, var á meðal markaskorara í kvöld og gerði Aleksandar Mitrovic, besti leikmaður deildarinnar, tvö mörk. Mitrovic er búinn að skora 43 mörk í 43 leikjum á þessari leiktíð.

Á meðan Fulham er búið að tryggja sér sigur í deildinni, þá er Luton í sjötta sæti. Ef þeir vinna lokaleik sinn, þá fara þeir í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner