Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. maí 2022 10:16
Elvar Geir Magnússon
Dæmdi hendi á markvörð Leiknis og víti - Dómurinn dreginn til baka
Egill dró vítaspyrnudóminn til baka.
Egill dró vítaspyrnudóminn til baka.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Egill Arnar Sigurþórsson dómari benti á vítapunktinn og dæmdi víti til heimamanna þegar ÍBV og Leiknir áttust við í Bestu deildinni í gær, í stöðunni 1-1. Leikmenn Leiknis bráðust ókvæða við þessum dómi.

Eftir að hafa rætt við aðstoðardómara og fjórða dómara í gegnum samskiptabúnað dró Egill ákvörðunina um víti til baka og dæmdi hornspyrnu.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Leiknir R.

Aðstoðarmenn hans leiðréttu þessa víta-ákvörðun en Egill hafði dæmt hendi á Leikni. Í ljós kom að það var í raun aðeins Viktor Freyr Sigurðsson markvörður Leiknis sem hafði varið boltann með hendi.

Haukur Gunnarsson ljósmyndari tók meðfylgjandi myndir af þessu sérstaka atviki í leiknum.

„Dómari leiksins, Egill Arnar, hafði fín tök á leiknum. Skrítið atvik þó þegar hann benti á vítapunktinn en það var allt saman leiðrétt að lokum," skrifaði Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, fréttaritari Fótbolta.net, í skýrslu um leikinn en Egill fékk 8 í einkunn.

Leikur ÍBV og Leiknis endaði 1-1 og bæði lið náðu í sitt fyrsta stig í deildinni þetta sumarið.
Athugasemdir
banner
banner
banner